Barnamenning í Hörpu

4. bekkur í Hörpu
Á þriðjudag tók 4. bekkur þátt í opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpu. Þema Barnamenningarhátíðar í ár er „út að leika“ og fengu nemendur í 4. bekk í borginni það verkefni að svara ýmsum spurningum um hvað felist í orðunum út að leika. Texti lagsins var svo saminn út frá þeirra svörum.
Mikil gleði einkenndi opnunarhátíðina og skemmtu nemendur sér mjög vel og eins og alltaf voru nemendur skólanum og sér til mikils sóma.