Gestir frá Færeyjum og Finnlandi

IFF2025

Dagana 28.03 - 05.04 fengum við gesti frá Færeyjum og Finnlandi í heimsókn til okkar í Sæmundarskóla. Við erum í Nordplus verkefni með þeim sem heitir Nær náttúrunni. 

Þessa vikuna  skipulögðu krakkarnir ýmislegt fyrir gestina okkar. Á skólatíma fóru þau oft í hópeflisleiki, sýndu þeim Gullna hringinn, grilluðu og léku sér í Haukadalsskógi, fóru og heimsóttu MUU í Gufunesi, bökuðu kökur, heimsóttu miðbæinn og léku sér í fimleikasal Fjölnis.

Í frítímanum var farið keilu, borðað á KFC og farið þrisvar í Plútó. Einnig var farið í Flyover Iceland, Lava Show í Hörpunni og Perlan skoðuð. 

Þessi vika var mjög skemmtileg og krakkarnir eru þakklátir fyrir að fá að taka þátt í svona verkefni og kynnast nemendum annarra þjóða með þessum hætti. 

Þau hlakka mikið til að hittast aftur á næsta skólaári þegar þau fá að fara til þeirra í heimsókn.