Jólastöðvar

Jolastodvar

Nemendur á stöð þar sem farið er í flaggaleik, kveikt bál og ristaðar möndlur.

1. - 6. bekkur á jólastöðvum

Ein af hefðunum okkar í Sæmundarskóla eru jólastöðvar. Þessa vikuna eru nemendur í 1. - 6. bekk á jólastöðvum í síðustu lotu dagins. Nemendur gátu valið um fjölda stöðva eins og jólabingó, skreyta piparkökur og flaggaleik. Á jólastöðvunum vinna nemendur saman þvert á árganga og jólagleðin er ríkjandi. 

Það styttist heldur betur í jólafrí en síðasti skóladagur ársins hjá unglingunum er á morgun en nemendur í 1. - 6. bekk mæta á jólaball á föstudaginn og eru síðan komnir í jólafrí.