Friðarstund unglinga í Sæmundarseli
Nemendur í 7. - 10. bekk tóku þátt í friðarstund í Sæmundarseli.
Í gær fór fram vel heppnuð friðarstund unglingadeildar í Sæmundarseli þar sem nemendur í 7. - 10. bekk komu saman. Foreldrar og forráðamenn fjölmenntu með nemendum en þetta var í fyrsta sinn sem slík stund er haldin fyrir unglinga skólans.
Ljósadýrð var í selinu og var boðið upp á kakó, smákökur og ristaðar möndlur. Eyjólfur Kristjánsson (Eyfi) tók nokkur lög og stundin einkenndist af friði og kærleika.