100 daga hátíð

Glaðir nemendur í 1. bekk
100 dagar í skólanum
Í vikunni héldu nemendur og kennarar í fyrsta bekk upp á að hafa verið í skólanum í 100 daga. Nemendur unnu með töluna 100 og fengu að gæða sér á ýmsu góðgæti og skemmtu sér vel. Börnin voru afar stolt af þessum áfanga.