4., 5. og 6. bekkur í leikhús

Leikhúsferð
Þjóðleikhúsið bauð nemendum á miðstigi á skólasýningu sem byggð er á bókunum um Orra óstöðvandi og Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson. Nemendur í 4., 5. og 6. bekk fóru á sýninguna í gær og skemmtu sér mjög vel. Við erum afar stolt af nemendum okkar sem voru algjörlega til fyrirmyndar á sýningunni.