6. bekkur í Dansgarðinn

Nemendur í 6. bekk í heimsókn í Dansgarðinum.
Í heimsókninni var unnið á þremur stöðvum sem skiptust niður í dans, danssmíði og danslæsi. Starfsfólk Dansgarðs fræddi hópinn um ólíkar leiðir sem hægt er að fara í dansi, leiðir til þess að semja dans og hvernig hægt er að nýta ólíka þætti í umhverfinu til þess að tjá sig með dansi.
Hópurinn fór saman í ýmsa dansleiki og lauk deginum með því að sýna hvort öðru frumsaminn dans í minni hópum með því að nýta þau tól sem starfsfólk fræddi hópinn um.
Þetta var virkilega vel heppnuð heimsókn sem vakti mikla lukku hjá nemendum.