6. bekkur í Húsdýragarðinum

Duglegir dýrahirðar
Heimsókn í húsdýragarðinn
Í þessari viku og síðustu fóru nemendur í 6. bekk í heimsókn í Húsdýragarðinn. Um er að ræða svokallaða vinnumorgna en nemendur þurfa að vera mættir eldsnemma og taka þátt í að sjá um umhirðu dýranna. Heimsóknirnar gengu mjög vel og voru krakkarnir frábærir í hlutverki dýrahirða.