Borgarstjórinn í heimsókn

Rósar, Heiða Björg, Thelma Lind og Bryndís Kara.
Við fengum Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra í heimsókn í skólann í dag. Heimsóknin er liður í svokölluðum hverfadögum þar sem borgarstjórinn heimsækir öll hverfi borgarinnar og er Grafarholt og Úlfarsárdalur fyrst í röðinni.
Nemendur heilluðu borgarstjórann og hennar fylgdarlið. Þau byrjuðu á að útskýra skipulag kennslu á unglingastigi með því að opna rafrænu kennslustofuna sína og sýndu borgarstjóra hvernig nám þeirra fer fram. Svo gengu þau um skólann og bentu á það sem einkennir skólann eins og sjónrænt skipulag, pökka, listgreinar og verkmöppur. Greinilegt var að nemendur eru mjög stoltir af skólanum sínum og því sem þeir eru að gera þar.