Fleiri rithöfundar í heimsókn

Ævar í heimsókn

Ævar Þór Benediktsson að spjalla við krakkana.

Ævar Þór og Gunni Helga

Nýlega fengum við ánægjulegar heimsóknir þegar rithöfundarnir Ævar Þór Benediktsson og Gunnar Helgason komu og lásu upp úr nýjustu bókum sínum fyrir nemendur. Höfundarnir lásu á skemmtilegan og lifandi hátt, sýndu myndir og svöruðu spurningum nemenda.

Nemendur tóku virkan þátt, hlustuðu með áhuga og spurðu athyglisverðra spurninga. Nýjustu bækur beggja höfunda ruku að sjálfsögðu út af skólasöfnunum okkar eftir heimsóknirnar.