Friðarstund unglinga

Fridarstund

Þann 18. desember áttu og nemendur unglingadeildar, forráðamenn þeirra og starfsfólk friðarstund í Sæmundarseli áður en haldið var í jólafrí. Samverustundin einkenndist af friði og vináttu með kakó, smákökur og möndlur við hönd. Bryndís Kara og Rósar, fulltrúar nemendaráðs, buðu fólk velkomið og Hlynur Atli las texta um vopnahléð á jólum í fyrri heimsstyrjöldinni. Gestir sungu svo saman og sendu ljósgeisla út í myrkrið með von um að ákall þeirra um frið heyrðist um víðan heim.