Kynningar fyrir foreldra

kynning_saemi

Haustkynningar

Haustkynningar fyrir foreldra hófust í síðustu viku. Foreldrar nemenda í 1. bekk komu á miðvikudaginn á svokallað súpukvöld og fengju kynningu frá KVAN um hvað þarf að hafa í huga varðandi fyrstu skref barnsins í grunnskóla. 

Foreldrar barna í 2. - 4. bekk hittust á föstudaginn en þar fræddi Sigrún Jónína frá MML foreldra um mikilvægi lestur og læsis.  Í þessari viku fá foreldrar í 5. og 6. bekk samsvarandi fræðslu um læsi og foreldrar nemenda í 7. bekk munu ásamt nemendum hittast í sambræðslu undir stjórn KVAN. 

Í næstu viku verður sambræðsla fyrir foreldra og nemendur í 6. bekkur.

Föstudaginn 19. september er foreldrum nemenda í 8. - 10. bekk boðið á kynningu á námsmati og hæfnimiðuðu námi.