Laufey tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2025
Laufey tilnefnd
Framúrskarandi kennari Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna 2025
Við erum afar stolt af því að eiga fulltrúa í tilnefningum til Íslensku menntaverðlaunanna 2025.
Laufey Einarsdóttir, stærðfræðikennari í unglingadeild er tilnefnd sem framúrskarandi kennari fyrir faglega, hugmynda- og árangursríka stærðfræðikennslu
Úr umsögnum um kennslu Laufeyjar:
Metnaður Laufeyjar og fagmennska er slík að hún hefur ekki einungis náð að sá fræi metnaðar og áhuga hjá nemendum heldur teymir hún með sér aðra kennara skólans … kennarar sækjast í að vinna með henni, eiga faglegt spjall og búa þannig til samfellu í stærðfræðikennslu frá 1. til 10. bekkjar þar sem vinnubrögðin mynda eina heild út frá grunnhugsun … Fyrst og fremst er hún fagmanneskja sem nær með einstökum hætti til nemenda. Þegar þau voru spurð um störf Laufeyjar stóð ekki á svari: Hún er besti kennari sem ég hef haft. Hún er svo áhugasöm. Hún kennir okkur svo vel og spyr alltaf eftir útskýringar hvort hún geti útskýrt hlutina aftur eða betur eða öðruvísi … Mér hefur aldrei gengið vel í stærðfræði fyrr en núna. Ég trúi því að ég geti lært stærðfræði.