Leikskólalestur
Heimsókn á Reynisholt
Nemendur í 7.bekk fóru í síðustu viku í heimsókn á Reynisholt í tilefni af Degi íslenskrar tungu sem var 16. nóvember síðastliðin. Þar lásu þau fyrir öll leikskólabörnin og stóðu þau sig frábærlega!
Heimsóknin gekk eins og í sögu. Leikskólabörnin hlustuðu eins og dáleidd og þegar lestri lauk fengu stóru krakkarnir að leika við litlu krakkana. Það var dásamlegt að fylgjast með þeim í leik. Þetta var notaleg og skemmtileg samverustund. Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar.
Þessi heimsókn markaði einnig upphaf undirbúnings fyrir Stóru upplestrarkepnnina í 7.bekk sem stendur yfir fram á vor.