Ljóðakeppni

Arnar Freyr með verðlaunin sín ásamt Eygló skólastjóra og Thomas dönskukennara.
Danskt verðlaunaljóð
Undanfarin ár hafa hafa nemendur í 10. bekk skrifað ljóð í dönsku á vorönn. Í ár var ákveðið að verkefnið yrði ljóðakeppni.
Gerð er krafa um að nemendur geti leikið sér með tungumálið og látið sköpunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
Dönskukennarinn valdi fyrst bestu ljóðin að hans mati sem voru svo lögð fyrir dómnefnd sem samanstóð af nokkrum kennurum skólans. Nemendur skiluðu inn mörgum góðum ljóðum. Að þessu sinni varð ljóð Arnars Freys Brynjarssonar hlutskarpast og í verðlaun fékk hann bókina “Et barn i en verden - 8 fortællinger inspireret af H.C. Andersen” sem skólinn fékk í gjöf frá Danska sendiráðinu á Íslandi og er hugsuð sem frekari hvatning til nemenda sem hafa sýnt mikinn áhuga á því að læra dönsku.
Ljóðið hans Arnars er hér fyrir neðan en í umsögn um ljóðið segir:
,,Nemandinn hlýtur verðlaunin fyrir fallegt ljóð um náttúruna og vorið sem er að koma. Ljóðið inniheldur orðaforða sem lýsir vel náttúrunni sem vaknar á ný. Ljóðið er vel samið og það er með bæði sérhljóðarím og endarím. Dómnefndin var sammála um gæði ljóðsins og dáðist einnig af flutning ljóðsins, sem var flutt af miklu öryggi."
Min poesi:
Blomsterne åbner sig, farverne så klare,
Gul og lilla hvor solen er nær.
En fugl synger højt fra den grønne gren,
Hendes sang fylder luften, så blidt og ren.
På marken står træerne, lette og fine,
Deres grene strækker sig til himlen.
Livet vågner, jorden er blød,
Og solen skinner, alt bliver højt.
Egetræet knitrer, det lyder som musik,
Vandet glimter i solens blik.
Børnene leger i græsset så grønt,
Og foråret hvisker "Nu er foråret begyndt."