Nemendastýrð foreldraviðtöl
Nemendastýrð foreldraviðtöl
Á fimmtudaginn, 16. janúar er foreldarviðtalsdagur í Sæmundarskóla. Að þessu sinni eru viðtölin nemendastýrð.
Vöfflusala verður á staðnum en 6. bekkur er með fjáröflun og hvetjum við ykkur til að muna eftir pening til að næla sér í eins og eina vöfflu. Foreldrar geta kíkt með börnum sínum í íþróttahúsið og prófað þrautabraut. Einnig verður opið inn til list- og verkgreinakennara og í tónmennt.
Þennan dag er ekki hefbundið skólastarf heldur mæta nemendur einungis í viðtöl með sínum forráðamönnum.