Rithöfundar í heimsókn
	Bókaspæjararnir Rebekka og Kristín.
Rithöfundar í heimsókn á yngsta stigi
Í síðustu viku fengu nemendur í 1. - 4. bekk skemmtilega heimsókn frá rithöfundunum Rebekku Sif Stefánsdóttur og Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur. Heimsóknin var liður í verkefninu Skáld í skólum. Rebekka og Kristín fengu börnin með sér í lið sem spæjara við að kanna ævintýraheim bókanna. Nemendur tóku virkan þátt í verkefninu og sýndu mikinn áhuga.