Skíðaferð hjá 2. bekk

2. bekkur á skíðum í Grafarvogi

2. bekkur fór í velheppnaða skíðaferð í frábæru veðri.

Skíðað á skólatíma

Nemendur 2. bekkjar tóku þátt í verkefninu “Skíðað á skólatíma” í umsjón Miðstöðvar útivistar og útnáms í Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, skíðasvæðanna í borginni og grunnskólanna í Reykjavík. Markmiðið er að gefa nemendum í 2. bekk tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á skíðum í öruggum aðstæðum og læra á diskalyftu. Þarna fá börnin tækifæri til að kynnast skemmtilegri og heilsusamlegri iðju óháð því hvort foreldrar og forráðamenn búa yfir færni eða hafa áhuga til að kenna börnum sínum á skíði. Þeir nemendur sem ekki áttu skíði fengu viðeigandi búnað lánaðan sér að kostnaðarlausu ásamt kennslu frá starfsmönnum MÚÚ. Skíðað var við frábærar aðstæður í Grafarvogsbrekkunni. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og flestir að taka sín fyrstu spor á skíðum.