Skólasetning
Skólasetning Sæmundarskóla verður föstudaginn 22. ágúst kl. 11:00 í sal skólans. Að lokinni skólasetningu munu nemendur fylgja umsjónarkennurum sínum í bekkjarstofur þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi skólabyrjun, stundatöflur og annað sem mikilvægt er að vita við upphaf skólaársins.
Undanfarin ár hefur aðalfundur foreldrafélagsins verið haldinn strax á eftir skólasetningu en að þessu sinni verður hann haldinn síðar og boðaður sérstaklega.
Vinsamlegast athugið að nýir nemendur og nemendur með nýja umsjónarkennara verða sérstaklega boðaðir í heimsókn í skólann fyrr í vikunni.
Skóladagatal og aðrar hagnýtar upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við skrifstofu skólans.