Upplestrarhátíð

Fulltrúar Sæmundarskóla á Stóru upplestrarhátíðinni
Í gær var upplestrarhátíð í Sæmundarskóla þar sem valdir voru nemendur til að taka þátt í Stóru upplestrarhátíðinni í Árbæjarkirkju 3. apríl næstkomandi. Allir þátttakendur stóðu sig með miklum sóma.
Að þessu sinni munu Þórhildur Anna Bæringsdóttir og Elía Unnur Styrmisdóttir taka þátt fyrir hönd skólans og Eldey Myrra Karlsdóttir er til vara.