Sæmó í Finnlandi

saemo Finnland

Oulu í Finnlandi.

Nemendur 10. bekk fengu tækifæri að ferðast til Finnlands nú í janúar. Leyfum nemendum sjálfum að segja frá.

Sæmó fer til Finnlands

10. til 17. janúar sl. fórum við Finnlands þökk sé Nordplus. Nordplus er verkefni sem Ísland, Finnland og Færeyjar eru að taka þátt í. Í þessu verkefni er verið að reyna að ýta unglingum út úr þægindarammanum sínum og tóku hópur af tíundu bekkingum þátt frá Íslandi. Þeir ferðuðust alla leið til norður hluta Finlands í borgina Oulu. Oulu er stærsta borgin í norðurhluta Finnlands og eru það yfir 200.000 manns sem búa þar. Þetta verkefni hjá okkar hóp er búið að vera í kringum ár hjá okkur. Ævintýrið okkar byrjaði í enda mars árið 2025 þegar við tókum á móti gestum frá Finnlandi og Færeyjum. 

Í Sæmundarskóla er reglulega reynt að sækja um styrki fyrir okkur hjá Erasmus og/eða Nordplus. Þetta verkefni snýr að því að fara út fyrir þægindarammann og það er það sem okkur langaði að upplifa ásamt því að kynnast nýrri menningu og nýju fólki. 

Við fengum að gera allskonar nýja og skemmtilega hluti í ferðinni okkar til Finnlands sem flest okkar höfum aldrei prófað áður. Við fengum að prófa að dorga í gegnum ís, það virkaði þannig að við boruðum holu í ísinn. Ísinn var 58 cm þykkur, síðan náðum við okkur í veiðistöng og byrjum að veiða. Það veiddust 3 fiskar, við íslendingarnir veiddum 1 fisk. Síðan fengum við líka að prófa að fara ofan í ísbað í Oulu river. Það var mjög skemmtilegt en mjög kalt. Við gerðum allskonar aðra hluti eins og að fara á skíði, fara og hitta hreindýrin, við gerðum allskonar skemmtileg verkefni upp í skóla, við fórum í skoðunarferð niður í miðbæ Oulu og við borðuðum allskonar öðruvísi mat sem við höfum aldrei smakkað áður. Flestir þessir hlutir voru mjög nýjir fyrir okkur öll og voru mjög utan við þægindaramma okkar. Þrátt fyrir það voru þeir allir bara mjög skemmtilegir og mörg þessara atriða væru flest okkar til í að gera og upplifa aftur. Okkur finnst að þessi ferð hafi styrkt okkur en meir og að ef við mynum fara í svona verkefni aftur væri það ekkert mál.

Við lærðum mjög mikið í ferðinni en það sem var mikilvægast var að við vorum inn á heimili hjá öðrum og þurftum að gista hjá þeim, sem var frekar erfitt fyrst en eftir því sem á leið og við kynntumst betur var það orðið mjög skemmtilegt að vera á heimili með fólkinu sem við þekktum ekkert fyrst. Við lærðum mjög mikið af því eins og að vera kurteis, hvernig mat þau borða og það sem þau eru vön á heimilum þeirra. Við lærðum mikið í öllum ferðunum, kynntumst fullt af nýju og skemmtilegu fólki. Við lærðum líka reglur í skólanum þeirra eins og að það má ekki hafa síma í skólanum þeirra sem okkur fannst smá skrítið af því það er ekki hjá okkur.

Við hvetjum alla sem geta að sækja um í svona verkefni. Þetta verkefni gerði mikið fyrir okkur og munum klárlega sækja um aftur ef næsti skóli býður upp á svona tækifæri.

Takk fyrir okkur,

Nordplus hópur 10. bekkjar Sæmundarskóla