Hátíðleg stund
1. og 3. bekkur flytja helgileikinn fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
Hátíðleg stund
Í morgun fluttu 1. og 3. bekkur helgileikinn fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Um árvissan viðburð er að ræða þar sem nemendur í 3. bekk sjá um upplestur og leik og nemendur í 1. bekk mynda englakórinn. Þessi stund er alltaf mjög hátíðleg og fyrir marga starfsmenn er þetta ómissandi hluti jólanna.