Heimsókn í Vísindasmiðju HÍ
Í 5. bekk er eðlisfræðiþema og fóru því nemendur í heimsókn í Vísindasmiðju HÍ. Þar fengu þeir fræðslu sem miðar að því að sýna ákveðin eðlisfræðileg fyrirbæri á áþreifanlegan hátt.
Ferðirnar gengu mjög vel og voru nemendur sjálfum sér og skólanum til sóma.