Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Skólinn er opinn frá kl: 7:50-16:00 mánudaga til fimmtudags, en hann lokar kl. 14:30 á föstudögum

Skrifstofa

Sími skólans er: 4117848

Netfang skólans er: saemundarskoli@reykjavik.is

Forfallatilkynningar

Veikindi eru tilkynnt símleiðis eða í gegnum Mentor. Eyðublöð vegna leyfisveitinga (lengra en 2 daga) fyrir nemendur má finna hér.

Íþróttir

Íþróttir eru kenndar inni (nema í ágúst og maí) 

Í 1. bekk er ætlast til að nemendur séu í léttum og þægilegum fatnaði sem hentar vel til hreyfingar. Nemendur eru í skóm/grip sokkum eða berfætt í íþróttatímum (ekki í venjulegum sokkum/sokkabuxum vegna slysahættu).

Í 2.-3. bekk eiga nemendur að hafa með sér íþróttaföt í auka tösku/poka, skipta um í búningsklefa. Til dæmis stuttermabolur og stuttbuxur. Nemendur eru í skóm/grip sokkum eða berfætt í íþróttatímum (ekki í venjulegum sokkum vegna slysahættu).

Í 4.-10. bekk hafa nemendur með sér íþróttaföt og innanhús íþróttaskó í auka tösku/poka og skipta um í búningsklefa.

Fatnaður fyrir sund
Nemendur mæta með sundföt sem henta sundkennslu. Nemandinn verður að geta gert æfingar án þess að eiga í hættu að sundfötin renni til eða hamli sundkennslunni. Þeir sem kjósa að synda með sundgleraugu mæta með þau með sér.


Forföll nemenda
Ef nemandi getur ekki af einhverjum orsökum mætt í sund eða íþróttir á að tilkynna forföll
samdægurs í gegnum Mentor eða í gegnum skrifstofu skólans.
Skila þarf inn læknisvottorði á skrifstofu ef nemandi er frá í tvær vikur eða lengur. 
Læknisvottorð gilda fyrir þann tíma sem tilgreindur er á vottorði. Læknisvottorð virka ekki aftur í tíma. 

Símanotkun

Farsímar,  leikjatölvur og önnur sambærileg tæki. Í kennslustundum á skilyrðislaust að vera slökkt á farsímum. Myndatökur eru ekki leyfðar í skólanum nema með leyfi kennara. Stranglega er bannað að hafa farsíma eða myndavélar með í búningsklefa sundstaðar eða íþróttahúss. Litið er á slíkt sem þriðja stigs hegðunarbrot. 

Nemendur í  1.-6. bekk mega ekki nota farsíma á skólatíma. Séu nemendur með farsíma meðferðis skal vera slökkt á þeim og þeir geymdir ofan í skólatösku.

Nemendur í  7.-10. bekk mega hafa farsíma og önnur snjalltæki í frítíma (s.s. frímínútum og eyðum) en í kennslustundum eru slík tæki bönnuð nema með sérstöku leyfi kennara.

Sé nemandi staðinn að því að nota farsíma/snjalltæki í kennslustund án leyfis kennara  eða valda truflun á annan hátt með tækinu (t.d. sími hringir, skilaboð móttekin) gilda viðurlög sem má lesa um hér.