Skólinn

Í Sæmundarskóla starfa 420 nemendur og um 70 starfsmenn saman undir einkunnarorðunum Gleði – Virðing – Samvinna. Skólastarfið hófst í Sæmundarseli við Ingunnarskóla árið 2004. Selið varð svo sjálfstæður skóli um áramótin 2006 – 2007 og var nefndur Sæmundarskóli eftir Sæmundi fróða.
Frístundaheimilið Fjósið er fyrir börn í 1.-4. bekk í Sæmundarskóla og félagsmiðstöðin Plútó býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.
- Skólastjóri er G. Eygló Friðriksdóttir
- Aðstoðarskólastjórar eru Matthildur Hannesdóttir og Guðrún Anna Gunnarsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Sæmundarskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Skóladagatal
Viltu vita hvenær foreldraviðtöl eða vetrarfrí er? Á skóladagatalinu má sjá alla uppbrotsdaga skólaársins.
Skólaráð
Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla.
Skólaráð Sæmundarskóla 2024-2025
G Eygló Friðriksdóttir skólastjóri gudjona.eyglo.fridriksdottir@reykjavik.is
Sofia Jóhannsdóttir kennari sofia.johannsdottir@reykjavik.is
Vilhelmína Thorarensen kennari vilhelmina.thorarensen@reykjavik.is
Guðrún Dís Kristjánsdóttir stuðningsfulltrúi gudrun.dis.kristjansdottir@reykjavik.is
Hinrik Carl Ellertsson fulltrúi foreldra kokkurinn@gmail.com
Sigurjóna Hreindís Sigurðardóttir fulltrúi foreldra sigurjonahreindis@gmail.com
Hera Hilmarsdóttir hera.hilmarsdottir@rvkfri.is forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Plútó
og Kristín Harpa Hermóðsdóttir kristin.harpa.hermodsdottir@rvkfri.is forstöðumaður frístundaheimilisins Fjóssins
Þær Hera og Kristín Harpa munu sitja fundina til skiptis.
Margrét Játvarðardóttir formaður nemendaráðs
Katla Kristín Hrafnkelsdóttir varaformaður nemendaráðs
Valur Ingi Sigmundsson varaformaður nemendaráðs
Aðgerðaáætlun í eineltismálum
Skólareglur
Grundvöllurinn að góðu skólastarfi er sá að hver og einn virði náunga sinn sem og sjálfan sig. Mikilvægt er að allir í skólastarfinu hafi tækifæri til að stunda vinnu sína án truflunar og áreitis annarra. Starfsmenn, nemendur og foreldrar skulu kynna sér skólareglurnar sem eru endurskoðaðar á hverju ári og sendar í pósti til foreldra..
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer. Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Sæmundarskóla.